Bergþór núna til vanda valinn

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum hefur fylgst með fréttum af deilum um suma formenn í þingnefndum Alþingis. Eftir fréttir kvöldsins komst hann að þeirri niðurstöðu að :

Núna fer loks allt að róast í nefndarskipan Alþingis. Allavega í umhverfis og samgöngunefnd.

 

 

 

 

 

Nefndar vanhæfni varla talin
og viðbrögðin heilla mig.
Bergþór núna til vanda valinn
og verður að standa sig.

Honum er þó einn voðinn vís
er velkist í hnakktösku efst.
Komnar í nestið hans „me too“ mýs
og miskunin engin sést.

DEILA