ort um Ok

Aðalfréttir dagsins eru af dánarvottorðinu af Okinu, hinum horfna jökli,  sem fest var á stein í rúmlega 1000 metra hæð og um 100 manns voru viðstaddir.

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum hafði þetta um málið að segja.

Finn ég nú ógleði upp í kok
engist í mínum raunum,
skelf þá við napurt skýjafok
en skáldið fær hlut í launum,
minningarskildi er skellt á Ok
skrælnað og allt í kaunum.
Dett ég um beyglað dósarlok
af dagsgömlum Orabaunum.

DEILA