Öfugmælavísa um Miðflokkinn

Skjaldfönn. Mynd: Bændablaðið.

Indriði á Skjaldfönn hefur gaman af því að yrkja um Miðflokkinn. Hann á það til að taka fram að um öfugmælavísu sé að ræða.

Nýjasta vísan er svona eftir greinarskrif formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um meinta hlýnun jarðar:

Miðflokkinn við eflum öll
er það verkið brýna.
Simmi kann að flytja fjöll
og finnst ei veröld hlýna.

DEILA