Ferocious glitter í Galleri Úthverfu

Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison. Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.

Karin Sander 3. – 10. ágúst

Sýning Karin Sander er fjórða sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter. Á sýningunni verða verk úr röðinni Mailed Paintings (2004) og 4 Audio Pieces (2009). Mailed Painting er grunnaður strigi á blindramma sem er sendur á sýningar viðsvegar um heiminn. Á ferð sinni milli sýninga tekur óvarið verkið á sig ýmis ummerki flutninganna og skráir þannig sögu ferðalagsins. 4 Audio Pieces eru textaverk sem byggja á hljóðum sem fólk notar til uppfyllingar í talmáli. Verkin eru silkiþrykk á pappír unnin í samvinnu við Andreas Uebele. Karin Sander sýndi síðast á Ísafirði árið 1998 í sama rými sem þá hét Slunkaríki. Á sýningunni voru ,,Hárteikningar‘‘ (Hair Drawings) sem hún vann á staðnum og notaðist við hár fólks sem á vegi hennar varð.

Karin Sander (f. 1957) er þýskur konsept-listamaður. Hún stundaði nám við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttart og Independent Study Program – námsleiðina í Whitney-safninu í New York. Frá 1999 til 2007 var Sander Prófessor við Kunsthochschule Berlin-Weiβensee og frá 2007 hefur hún starfað sem prófessor í myndlist og arkitektúr við Swiss Technology Institute í Zürich í Sviss. Hún hefur einnig verið gestaprófessor við stofnanir eins og Akademie der Bildenden Künste í Karlsruhe, Staatliche Akademie der Bildenden Künste Stuttgart auk CalArts (California Institute of Arts, Los Angeles). Karin Sander er meðlimur í Deutscher Künstlerbund (Samband þýskra listamanna). Verk hennar hafa verið sýnd um allan heima, sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich.

DEILA