Miðnætursól: masterklass

Kyiv Soloists á tónleikum í Bolungarvík 2019

Tónlistarhátíðin Miðnætursól í Bolungavík fór af stað í gærkvöldi með tónleikum í Félagsheimili Bolungavíkur. Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists lék klarinettukonsert Mozarts í A-dúr og sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir Mozart. Einleikar var Selvadore Rähni.

Tónleikarnir voru ágætlega sóttir og voru tónleikagestir mjög ánægðir með flutninginn. „Masterklass“ sagði Kjartan Sigurjónsson, fyrrverandi organisti í Ísafjarðarkirkju og þurfti ekki fleiri orð til þess að  lýsa hrifningu sinni. Fleiri gestir, sem rætt var við, viðhöfðu álíka ummæli.  Listamönnunum var ákaflega vel fagnað í lok tónleikanna.

Aðrir tónleikar verða í kvöld á sama stað og verða þá flutt einleiksverk eftir Chopin, Scarlatti, Beethoven, Liszt, Grainger og Oliver Rähni.

Á morgun verður söngnámskeið á dagskrá Miðnætursólar. Leiðbeinandi er María Ólafsdóttir og á laugardaginn lýkur Miðnætursól með tónleikum söngnemandanna og Maríu Ólafsdóttur.

Masterklass sagði Kjartan Sigurjónsson.
Mæðgurnar Hrund Karlsdóttir og Karólína Mist Stefánsdóttir.
Þessa kappa þekkja Vestfiringar. Tónlistarmennirnir Magnús Reynir Guðmundsson, Vilberg Vilbergsson og Ólafur Kristjánsson.
Jón Páll hreinsson, bæjarstjóri færir kammersveitinni og einleikaranum blómvönd í lok tónleikanna.

 

DEILA