Miðnætursól í Bolungarvík 3-6.júlí 2019.

Bolungarvíkurkaupstaður og Tónlistarskólinn í Bolungarvík er stolltur að kynna tónlistarhátíðina Miðnætursól sem verður haldin í félagsheimilinu í Bolungarvík 3.-6.júlí nk. 

Á tónlistarhátíðinni kemur fram Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists fram ásamt gestaleikurum frá Spáni, Eistlandi og Íslandi en er Selvadore einleikari.  Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists samanstendur af úkraínsku tónlistarfólki sem hefur sigrað innlendar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir.           

 

Ekki er vitað til þess að áður hafi komið hljómsveit af þessari stærðargráðu frá Úkraínu til Íslands. Það er því ljóst að um afar áhugaverðan tónlistarviðburð er að ræða með heimsklassa tónlistarmönnum.

 

Dagskrá Miðnætursólar er afar fjölbreytt. Fyrri tónleikar Kyiv Soloist byrja með þekktustu verkum Mozarts, eins af stærstu snillingum tónlistarsögunnar, þar sem bolvíkingurinn Selvadore Rähni, leikur klarinettukonsert Mozarts í A-dúr. 


Selvadore hefur komið fram sem einleikari víða í Evrópu og Japan í borgum eins og Berlín, Stuttgart, Karlsruhe, Tallinn, Pärnu, Tarragona, Moskvu, Kyoto, Osaka og Tókíó. Hann er vel metinn hljómsveitarleikari og hefur leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum hljómsveitum, þar á meðal með Kammersveit Pforzheim og Württemberg, Pólsku og Tékknesku kammersveitinni, Sinfóníuhljómsveit Eistlands, alþjóðlegri hátíðarhljómsveit Yamanami og Osaka hátíðarhljómsveit.

Nýverið kom út geisladiskur með franskri tónlist fyrir klarinett og píanó í flutningi hjónanna Selvadore Rähni klarinett og Tuuli Rähni píanó. En fyrri geisladiskurinn þeirra frá 2015 fékk afbragðsdóma tónlistargagrýnenda.

 

Á seinni tónleikum verður eftir hlé setið við borð og geta gestir notið tónlistarinnar með léttar veitingar í hönd. Fyrir hlé verða flutt einleiksverk eftir Chopin, Scarlatti, Beethoven, Liszt, Grainger og Oliver Rähni í flutningi Olivers Rähni, eftir hlé eru verk eftir Vivaldi og Piazzolla í flutningi Kyiv Soloist. Oliver Rähni er 16ára ungur og efnilegur nemandi í tónlistarskóla Bolungarvíkur hjá Tuuli Rähni og spilar hér afar krefjandi píanó einleiksverk. Oliver hefur hlotið þrisvar sinnum sér viðurkenningu fyrir frammúrskarandi píanóleik og er einn efnilegasti ungi píanóleikari á Íslandi í dag.

 

Samhliða tónleikum Kyiv Soloist ásamt gestum verður haldið söngnámskeið fyrir söngnemendur undir leiðsögn Maríu Ólafsdóttir söngkonu.

 

Tónlistarhátíðin Miðnætursól er mikilvægt innlegg í menningarlíf á Norðanverðum Vestfjörðum og er hvalreki fyrir aðdáendur tónlistar og klassískrar tónlistar.

 

DEILA