Listamaðurinn sýndur daglega í Selárdal

Mánudaginn 24. júní kl 16 frumsýnir Kómedíuleikhúsið leikverkið Listamaðurinn með barnshjartað. Sýnt verður á sögustað verksins nefnilega í Selárdal Arnarfirði nánar tiltekið í kirkju Samúels. Listamaðurinn Samúel Jónsson í Selárdal er án efa einn af okkur fremstu alþýðulistamönnum en hann var einmitt auknefndur Listamaðurinn með barnshjartað. Byggði hann upp sannkallaða ævintýraveröld í Selárdal sem skákar öllum Disney löndum. Það er Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk Samúels en hann er jafnframt höfundur leiksins. Leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Listamaðurinn með barnshjartað verður sýndur daglega alla virka daga vikunnar klukkan 16.00. Lokasýning verður á sunnudag 30. júní á sama tíma. Miðasala fer fram á tix.is og einnig á sýningarstað.

DEILA