Edinborg: kammer-jazz tríó Mikaels Mána

Kammer-jazz trío Mikaels Mána heldur tónleika í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 22. júní kl 20:00 Miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð kr. 2.500.-

Mikael Máni er ungur jazzgítarleikari sem hefur getið sér góðs orðspors hér á landi. Fyrsta platan hans með dúettnum Marína & MIkael var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2017 sem jazz & blús plata ársins. Mikae hefurl einnig spilað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins t.d. Skúla Sverissyni, Einari Scheving og Sigurði Flosasyni.

Hann stundaði nám í Amsterdam frá 2014-2018 þar sem hann kynntist tvem frábærum tónlistarmönnum og vinum þeim Pierre Balda bassaleikara frá Sviss og píanóleikaranum Floris Kappyne frá Hollandi. Þeir spila kammer-jazz tónsmíðar Mikaels sem eru frumlegar, aðgengilegar og grípandi.

Þeir munu koma til Íslands í annað skipti sumarið 2019 en þeir fengu mikið lof fyrir tónleikaferðalagið sitt 2017. Ólíkt fyrra skipti þar sem þeir spiluðu aðallega lög úr Amerísku söngbókinni þá munu þeir flytja frumsamda tónlist.

Hljóðdæmi: https://soundcloud.com/user-550896254/the-foxs-den

DEILA