Copenhagen Invitational U15: urðu í 7. sæti

Frá mótinu í Kaupmannahöfn. Mynd af vefsíðu mótsins.

Stúlknalið KKÍ 15 ára og yngri varð í 7. sæti af 12 í alþjóðlegu keppninni Copenhageb invitational um helgina. Grétta Proppe Hjaltadóttir frá Vestra lék með liðinu, sem sigraði norska liðið í lokaleiknum 52:33.

Gréta skoraði 2 stig í leiknum en hún lenti fljótt í villuvandræðum í leiknum og gat því ekki beitt sér sem skyldi.

KKÍ sendi tvö lið til keppninnar í þessum aldurflokki og varð hitt liðið í 11. sæti eftir sigur á ensku liði.

DEILA