Kvennakórinn fékk þrenn verðlaun á Ítalíu

Kvennakórinn í Pesaro með verðlaunin. Mynd: aðsend.

Kvennakór Ísafjarðar fór til Ítalíu eftir páskana og tók þar þátt í alþjóðlegri kórakepppni þann 29. apríl. Keppnin nefnist Fiestalonia og var haldin í litlu borginni Pesaro á norðanverðri Ítalíu.

Kórinn tók þátt í þremur flokkum, kirkjutónlistarflokki, akademískum flokki og popptónlistarflokki. Hlaut kórinn önnur verðlaun á akademíska flokknum, einnig önnur verðlaun í kirkjutónlistinni og deildi sætinu með finnskum barnakór að nafni Kumu. Fyrir vikið var enginn kór í fyrsta sæti. Í poppflokki fór svo kórinn með sigur af hólmi og hlaut veglegan bikar að launum.

Myndin af kórnum sem tekin var á aðaltorginu í Pesaro eftir tónleikana  og verðlaunaafhendinguna sem fór fram daginn eftir keppnina.

Bæjarins besta óskar kórnum til hamingju með glæsilegan árangur.

DEILA