Hljómsveitin Æfing frá Flateyri með tónleika 11. maí í Hafnarfirði

Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Félagsheimili Flateyrar í maí 2013

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri verður með fjör og frásagnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardaginn, þann 11. maí og hefjast kl 20:30.

Allt frá árinu 1968 spilaði hljómsveitin á böllum um alla Vestfirði. Geislandi fjör fylgdi bandinu hvar sem það kom, böllin eru miklu fleiri en tolu verður komið á. Allt verður þetta rifjað upp og miklu fleira í Bæjarbíói.

Nú verða tónleikar, þriðju tónleikar hljómsveitarinnar á hálfrar aldar ferli.

Fyrstu tónleikar bandsins voru á Flateyri 2013 og lukkuðust vonum framar, næstu tónleikar voru í Berlín 2015 og lukkuðst enn betur þannig að folk getur rétt ímyndað sér hvernig þriðju og síðustu tónleikar þessarra lífsreyndu kappa munu verða. Öll kunnið þið að stigbreyta, góður, betri, bestur.

Í hljómsveitinni Æfingu í upphafi vor: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson. Ingólfur R. Björnsson,  sem gert hafði garðin frægan með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, kom síðann til liðs við ÆFINGU.

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:

Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson (látinn),Siggi Björns, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.

DEILA