Villi Valli með sýningu

Villi Valli, heiðursborgari Ísafjarðarbæjar.

Um páskana opnaði Villi Valli, Vilberg Vilbergsson, sýningu á klippimyndum í veitingastaðnum Heimabyggð á Ísafirði. Troðfullt var út úr dyrum við opnunina og við þetta tækifæri dró Villi Valli fram nikkuna og lék á hana gestum til mikillar ánægju og hafði Rúnar Vilbergsson sér til aðstoðar á trommurnar.

Þrjár af myndunum sem eru á sýningunni.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.
Samúel Einarsson og Guðríður Sigurðardóttir hlýða á Villa Valla.
DEILA