Sýningar í Musteri vatns og vellíðunar um páskana

Bátslíkan eftir hólmsstein Guðmundsson. Líklega er þetta Tóti ÍS.

Í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungavík verða handverks- ljósmynda- og málverkasýningar um páskana eftir nokkra Bolvíkinga.  Hinir fjölmörgu gestir sem munu sækja einkum sundlaugina heim, Musteri vatns og vellíðunar, gerðu vel í því að gefa sé tíma til þess að skoða sýningarnar sem eru á göngum íþróttamiðstöðvarinnar. Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar  var önnum kafinn við standsetningu vegna sýninganna þegar Bæjarins besta leit þar inn í morgun. Magnús sagði að mikið aðsókn væri að íþróttamiðstöðinni um páskana og tilvalið væri að nota tækifærið og efna til sýninga.

Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar Árbær.

 

Handverkið sem er til sýnis eru listilega gerð bátslikön sem Bragi Helgason gerði á sínum tíma af bátum Braga ÍS 19, báti föður síns. Samkvæmt upplýsingum frá syni Braga, Helga Bragsyni þá var sá bátur gerður út frá Bolungavík 1932 – 35. Gerði Bragi þrjú líkön af bátnum. þá er úrskurður svo sem klukkur eftir Braga Helgason og Finnbjörn Birgisson.

Handverksmiðstöðin Drymla sýnir líka verk eftir félagsmenn sína.

Þá eru málverk eftir Ólaf Ingva Ólafsson sem sýnir líkleg aí fyrsta sinn.

Fjölmargir sýna ljósmyndir og er þar mikil fjölbreytni í myndunum. Myndirnar erue ftir Bjarna Benediktsson, Jón V. Bjarnason, Sigríði Línberg, Reyni Skarsgaard og Önnu Ingimarsdóttur.

Útskurður eftir Braga Helgason.
Ljósmyndir eftir Bjarna Benediktsson.
Málverk eftir Ólaf Ingva Ólafsson.

 

DEILA