Sirkusinn kemur í bæinn!

Sirkus verður í Bolungavík á laugardaginn 6. apríl kl 5 í Félagsheimilinu.

Í kynningu frá sirkusnum segir:

Bæjarsirkusinn er ný og spennandi farandsýning frá Sirkus Íslands.

Kraftmikil sýning sem fer með áhorfendur inn í spennandi töfraheim sirkusins þar sem allt getur gerst! Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línudansmær, lipurt loftfimleikafólk og ljónatemjari flakka um landið og kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður!

Bæjarsirkusinn er sirkussýning fyrir alla fjölskylduna þar sem töfrar sirkusins vakna til lífsins í félagsheimilum um land allt. Sýningin er liður í því að gera Sirkus Íslands að sirkus allra landsmanna og leyfa sem flestum að njóta gleðinnar. Sýningar Sirkus Íslands í sirkustjaldinu Jöklu hafa vakið mikla lukku undanfarin sumur en nú hefur verið gerð sýning sem getur ferðast um í skammdeginu.

Bæjarsirkusinn er klukkutími að lengd, en ekkert hlé er á sýningunni.

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Miðaverð 2500-3500.
Sjá https://tix.is/is/event/7665/b-jarsirkus/

DEILA