Píanónemendur ná frábærum árangri

Nemendurnir samankomnir. Mynd: Iwona Frach.

Ísfirskir píanónemendur Iwonu Frach hafa náð frábærum árangri á tónlistarkeppnum í síðustu vikum bæði hér á landi og í Svíþjóð.

Mikolaj Ólafur Frach sigraði í F. Chopin píanókeppninni sem fram fór í Reykjavík 30. – 31. mars. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir besta flutning verks eftir F. Chopin. Ásamt honum stóð sig einnig frábærlega Ásdís Halla Guðmundsdóttir en það voru aðeins framurskarandi nemendur íslenskra tónlistarskóla sem tóku þátt í keppninni.

Mikolaj Ólafur hefur einnig verið fulltrúi Íslands á Nordic Piano Competition í Svíþjóð 22. – 23. febrúar þar sem hann komst í úrslit og varð þar meðal fremstu píanóleikurum úr Norðurlöndum.

Nú á síðustu dögum hefur Sigríður Erla Magnúsdóttir, einnig nemandi Iwonu, hefur komist í úrslit Nótunnar Uppskeruhátíð Tónlistarskóla sem fram fór 6. apríl í Hofi á Akureyri þar sem hún fékk viðurkenningu fyrir frumsamið lag og var valinn ásamt öðrum vinningshöfum til þess koma fram á lokaathöfn og verðlaunaafhendingu.

Samhliða Chopin keppninni í Reykjavík fór fram fyrsta fiðlukeppni á Íslandi þar sem ungur Ísfirðingur Nikodem Júlíus Frach hlaut 2. sæti í elsta flokk keppninnar.

Báðir bræður voru valdir til þess að spila á lokaathöfn og verðlaunaafhendingu sem fram fór í Salnum, Kópavogi sunnudagskvöldið 31. mars.

Allir þessir nemendur, sem stunda eða hafa stundað nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar,  hittust saman á Ísafirði í síðustu viku til þess að flytja Jóhannesarpasíu eftir J.S. Bach í Ísafjarðarkirkju. Passían var flutt hér í bænum aftur eftir 10 ár og vakti mikla athygli og  var mjög vel sótt. Verkefnið var á vegum Vestfjarðastofu.

 

DEILA