Tónleikar Karlakórsins Ernis í kvöld

Vorboðinn ljúfi er óvenju snemma á ferðinni þetta árið segir í tilkynningu frá karlakórnum Erni.

Ástæðan er söngferðalag Karlakórsins Ernis til Skotlands í byrjun apríl.

Kórinn heldur tónleika fimmtudaginn 28. mars kl. 20:00 í Félagsheimilinu í Bolungarvík.

Á efnisskrá eru bæði gamlar perlur og nýir slagarar.

Stjórnandi: Beata Joó
Meðleikari: Pétur Ernir Svavarsson
Einsöngvarar: Ómar Sigurðsson og Pétur Ernir Svavarsson

Aðgangseyrir einungis 2.500 kr.

DEILA