Dimmalimm frumsýnt fyrir smekkfullu Þjóðleikhúsi

Það var full setið leikhúsi á frumsýningu Kómedíuleikhússins á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu á helginni. Fjölmargir Vestfirðingar taka þátt í sýningunni þar á meðal þrír frá Bíldudal. En gaman er að geta þess að höfundur Dimmalimm, Guðmundur Thorsteinsson, kallaður Muggur var einnig frá Bíldudal. Það getur greinilega allt gjörst í ævintýrunum. Dimmalimm var vel tekið af frumsýningargestum sem voru á öllum aldri alveg frá 2ja til 82ja og allt þar á millum. Dimmalimm er samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins við Þjóðleikhúsið. Nú þegar er alveg að verða uppselt á næstu sýningar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu en miðasala fer fram á tix.is

Tríó hinna Bílddælsku listamanna skipa Þröstur Leó Gunnarsson, höfundur leikgerðar og leikstjóri, Björn Thoroddsen, höfundur hljóðmyndar og tónlistar, og Elfar Logi Hannesson, höfundur leikgerðar og leikari. Aðrir Vestfirðingar sem koma að sýningunni eru Marsibil G. Kristjánsdóttir frá Þingeyri, sem hannar brúður og leikmynd, og Magnús Arnar Sigurðarson frá Patreksfirði ljósahönnður.

Dimmalimm er brúðuleiksýning þar sem landsþekktir listamenn ljá brúðunum rödd sína. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er Dimmalimm og Sigurður Þór Óskarsson. Sögumaður er engin annar en Arnar Jónsson einn af okkar ástsælustu leikhúslistamönnum.

Kynningarmyndband um Dimmalimm má sjá hér https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg

 

DEILA