Samgönguráðherra fer norður í Árneshrepp

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið að fara í heimsókn norður í Árneshrepp í framhaldi af ákalli til stjórnvalda frá nefnd um brothættar byggðir.

Sigtryggur Magnason, einn aðstoðarmanna ráðherrans upplýsir Bæjarins besta um þetta og segir jafnfram að ráðherrann hlusti á áhyggjur íbúanna. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin.

DEILA