Listin fyrir vestan sem vex eins og lítið blóm

Frá sýningunni um Gísla Súrsson. Mynd: Kvennablaðið.

Kómdedíuleikhúsið sýnir þessar vikurnar Gísla Súrsson Í Tjarnarbíói í Reykjavík. Sýnt er á ensku og er auk þess á nýjan leik sýndur í skólum landsins.

Leiklistagagnrýnandi Kvennablaðsins Jakob S. Jónsson skrifar fyrir helgina umsögn um verkið og fer lofsamlegum orðum um það. Segir hann  enginn ætti að missa af sýningunni sem hefur á annað borð gaman af leikhúsi í sinni tærustu mynd. „Og hér er við hæfi að benda sérstaklega Leiklistarráði og öðrum þeim stofnunum sem styrkja leikhús í í landinu að sjá með eigin augum þá list sem vex fyrir vestan eins og lítið blóm – og þarfnast vissulega alúðar og aðhlynningar þeirra sem halda um sjóði og styrki.“

Elfar Logi heldur vel utanum atburðarásina, segir í leikdómnum og „leikurinn er fjörlegur og spennandi og allar persónur sem við sögu koma skýrt fyrir að hvergi er neinu ruglað saman – frekar að sagan verði hreinlega skiljanlegri en þegar hún er lesin af bók og þá er líka sögumaðurinn – hvort sem það er Snorri eða leikarinn Elfar Logi – búinn að sanna sinn tilgang og tilverurétt“

Lýkur Jakob grein sinni með þeim orðum:  að sýning Kómedíuleikhússins sé meiri viðburður en látlaust yfirbragð sýningarinnar gefur í skyn og  vel þess virði og meira að segja mikilvægt að sjá.

 

DEILA