Listastofa með íbúð

Listamenn geta nú leigt listastofu með íbúð í Bolungarvík.

Listastofan er tilvalin fyrir alla listarmenn, stórt og gott rými á 2. hæð við Bolungarvíkurhöfn með fallegu 180 gráðu útsýni.

Stúdíóið er með sérinngangi, góðu eldhúsi, borðstofu og baðherbergi og stórum hleðsludyrum. Rafmagn, hiti, vatn og þráðlaust net er innifalið í leigunni.

Handan við götuna er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum sem hefur verið í rekstri frá 1927. Í Bolungarvík er einnig að finna Kjörbúð, gístihúsið Einarshús, veitingastaðinn Víkurskálann og íþróttahús með sundlaug sem kallast Musteri vatns og vellíðunar.

 

Studio BAKKI er listastofa í eigu ÍB ehf. og umsjón annast Elli Egilsson og Kristján Jón Guðmundsson. Húsnæðið hýsti áður rækjuvinnslu.

Nánari upplýsingar veitir elliegilsson@gmail.com

Nafn: BAKKI
Staðsetning: Bolungarvík
Stærð: 141 m2, 3,6 m lofthæð,

 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Myndir

DEILA