Vestri mætir Hamri á föstudaginn!

Vestri átti ágætan leik gegn Snæfelli í gær.

Föstudaginn 16. nóvember mætast Vestri og Hamar á Jakanum á Ísafirði en liðin eru í 1. deild karla í körfuknattleik. Fjögur lið eru jöfn á toppi deildarinnar með 8 stig og þar á meðal eru bæði Vestri og Hamar. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvort liðið nær yfirhöndinni á föstudaginn.

Fyrir leikinn verða hinir óviðjafnanlegu Vestraborgarar til sölu og má benda foreldrum á að þetta er tilvalin leið til að losna bæði við að elda kvöldmatinn og gera eitthvað skemmtilegt með allri fjölskyldunni, því körfubolti er svo sannarlega bæði fyrir börn og fullorðna. Þau sem ekki geta mætt á Jakann þurfa ekki að örvænta, því Jakinn TV sýnir beint frá leiknum.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA