Landsbankinn: verðbólga yfir 3%

Hagfræðideild Landsbankans segir í nýjasta fréttabréfi sínu að verðbólgan sé komin yfir 3%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,24% milli mánaða í nóvember og mælist
12 mánaða verðbólga nú 3,3%, samanborið við 2,8% í október.

VNV án húsnæðis hækkaði um 0,18% milli mánaða og mælist 2,4% verðbólga á þann
mælikvarða á ársgrundvelli.

Helstu áhrifaþættir milli mánaða:

 Flugfargjöld til útlanda lækka alla jafna milli
mánaða í nóvember. Lækkunin var ívið meiri en
búist var við.

 Póstur og sími lækkaði milli mánaða aðallega
vegna þess að internetþjónusta lækkaði um tæp 8%
milli mánaða.

 Matur og drykkjarvörur hækkuðu einungis um
0,18%. Búis var við því að lækkun á gengi
krónunnar myndi hafa nokkuð meiri áhrif til
hækkunar á þessum lið. Líklegt er að sú
veiking sem orðið hefur á gengi krónunnar eigi enn
eftir að koma að fullu fram í þessum lið.

 Tómstundir og menning hækkaði vegna þess
að bækur, blöð, sjónvörp og tölvur hækkuðu. Þetta
má skrifa að nokkru leyti á veikingu krónunnar.

 Kaup ökutækja hækkaði vegna gengisveikingar
krónunnar.

Innfluttar vörur hækka
Ein aðalástæða þess að verðbólgan hefur verið lág og
stöðug síðustu ár er mikil verðlækkun innfluttra
vara, en verðhjöðnun mældist á innfluttum vörum
frá byrjun árs 2014 og fram til liðins sumars. Nú
mælist hins vegar 3,6% verðbólga á innfluttum
vörum, sem er 0,3 prósentustigum hærra en VNV.
Fara þarf aftur til 2010 til að sjá meiri hækkun á
innfluttum vörum en heildarvísitölunni.