Fólkið á bak við fiskeldið

Maðurinn minn er frá Vestfjörðum og höfum við komið í heimsókn á Bíldudal á sumrin síðustu 7 ár. Loksins árið 2016 tókum við þá ákvörðum að flytja hingað því loksins var hægt að fá vinnu hér og sjá fyrir fjölskyldunni. Í dag erum við bæði að vinna við laxeldi og erum ekki tilbúin að flytja héðan, þetta er æðislegt, rólegt og fallegt umhverfi. Laxeldi hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig og mína fjölskyldu.