Vestfjarðarvíkingurinn 2018

Sigfús Fossdal sigraði grindarburðskeppnina í ár. Mynd: Julie Gasiglia.

Keppni sterkustu manna landsins fór fram á Vesturlandi og Vestfjörðum dagana 12. til 14. júlí. Blaðamaður BB viðstaddur grindarburðskeppnina við Odda á Patreksfirði síðastliðinn fimmtudag þar sem ellefu keppendur háðu þá keppni og er óhætt að segja að kröftuglega hafi verið tekist á.

Síðar á fimmtudeginum var svo keppt á Tálknafirði, annars vegar í stangarpressum og hinsvegar í tunnuhleðslu. Á föstudeginum 13. júlí var svo keppt á Reykhólum í steinapressu og síðar um daginn í Kútakasti og Atlas Stein. Keppni lauk svo á laugardeginum í Búðardal þar sem keppt var í svokallaðri Steinólfshellu og réttstöðulyftu.

Hart var tekist á við höfnina á Patreksfirði síðastliðinn fimmtudag. Mynd: Julie Gasiglia.
Áhorfendur skemmtu sér vel. Mynd: Julie Gasiglia.

Það var Ari Gunnarsson sem vann Vestfjarðavíkinginn í fjórða skiptið í röð, eftir harða baráttu við Sigfús Fossdal. Sigfús vann einmitt grindarburðskeppnina á Patró en það voru bara tveir menn sem kláruðu þá keppni, Sigfús annars vegar og hinsvegar Krisján Jón Haraldsson, tvítugur kappi sem vakti mikla athygli og var í harðri baráttu lengi vel um 3. og 4. sæti í keppninni. Í 3. sæti keppninnar lenti svo Eyþór Melsteð.

Aron Ingi
bb@bb.is

DEILA