Viltu kynna þig fyrir kjósendum í Strandabyggð?

Hólmavík í Strandabyggð. Mynd: Jón Jónsson.

Þeir íbúar í Strandabyggð sem hafa áhuga á því að gefa kost á sér í sveitarstjórn, hafa nú möguleika á því að kynna sig á heimasíðu sveitarfélagsins. Í Strandabyggð er persónukjör og þess vegna er þetta fullkominn vettvangur fyrir áhugasama til að koma sér á framfæri. Þeir hinir sömu geta þá sent inn stuttan texta og jafnvel mynd á póstfangið strandabyggð@strandabyggð.is og kynningin mun birtast á síðunni. Á Facebook má einnig finna hópinn „Kosningaspjall – Strandabyggð“ þar sem nokkrir hafa nú þegar gefið kost á sér. Þar fer einnig fram umræða um kosningarnar, hvers íbúarnir vænta og um framtíð sveitarfélagsins.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA