Vesturbyggð væri ekkert án okkar allra

Iða Marsibil.

BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Iða Marsibil er efsta kona á lista hjá Nýrri-Sýn í Vesturbyggð og hennar svar er á þessa leið:

„Kjóstu mig vegna þess að ég vil að það góða og kraftmikla fólk sem í Vesturbyggð býr fái að njóta sín og raddir þess að heyrast. Ég vil opna stjórnsýsluna og að upplýsingar til fólksins verði aðgengilegar og auðskildar. Ég vil leggja mitt af mörkum í að auka lífsgæði fólksins hér í sveitarfélaginu með því að berjast fyrir bættum samgöngum, aukinni heilbrigðisþjónustu og að áætlun um uppbyggingu innviða sé sniðin að þeim þörfum sem skapast hafa um allt sveitarfélagið í þeim mikla uppgangi sem hér hefur verið síðustu ár. Vesturbyggð væri ekkert án okkar allra.

Sæbjörg
sabjorg@gmail.com

DEILA