Súpufundur ferðaþjónustunnar á Ströndum og Reykhólum

Haldinn verður súpufundur ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólum þriðjudaginn 22. maí í hádeginu kl. 12 á Café Riis á Hólmavík. Ferðaþjónustuaðilar í Strandabyggð, Reykhólum, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru hvattir til að mæta en allir eru velkomnir á fundinn. Frambjóðendur í sömu sveitarfélögum eru einnig hvattir sérstaklega til að mæta. Óhlutbundnar kosningar eða persónukjör er í öllum þessum sveitarfélögum núna í vor. Á fundinum verður rætt um framtíð ferðaþjónustunnar og hvernig sveitarstjórnarmenn gætu beitt sér til að efla framgang greinarinnar í sinni heimabyggð. Það er Vestfjarðastofa sem stendur fyrir fundinum og segjast þau vonast eftir góðri mætingu og gagnlegum umræðum.

Dagrún Ósk

dagrun@bb.is

DEILA