Nýtt fólk í sveitarstjórn Reykhólahrepps

Reykhólar. Ljósmynd Árni Geirsson.

Í Reykhólahreppi var persónukjör og þar komu margir nýjir einstaklingar inn í sveitarstjórnarkosningum 2018. Á kjörskrá í hreppnum eru 190, en alls kusu 132 og kjörsókn því 69,5%. Atkvæði féllu þannig að Ingimar Ingimarsson hlaut 108 atkvæði, Árný Huld Haraldsdóttir fékk 83 atkvæði, Jóhanna Ösp Einarsdóttir fékk 55 atkvæði, Karl Kristjánsson 47 atkvæði og Embla Dögg Bachman 42 atkvæði. Varamenn eru Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Rebekka Eiríksdóttir, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, Herdís Erna Matthíasdóttir og Sveinn Ragnarsson.

Áður sátu í sveitarstjórn Vilberg Þráinsson, sem oddviti, Karl Kristjánsson, varaoddviti, sem jafnframt var kosinn inn aftur núna, Sandra Rún Björnsdóttir, Áslaug B. Guttormsdóttir og Ágúst Már Gröndal. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA