Kosningaskrifstofa Framsóknar opnar í dag

Frambjóðendur Framsóknar í Ísafjarðarbæ.

Kosningaskrifstofa Framsóknar í Ísafjarðarbæ opnar formlega í dag, föstudaginn 4. maí kl. 18, í Framsóknarhúsinu við Pollgötu á Ísafirði. Grill og veitingar verða í boði og taka frambjóðendur á móti gestum og gangandi.

Farið verður yfir helstu stefnumál Framsóknar í bæjarstjórnarkosningunum en stefnan er m.a. byggð uppá sjónarmiðum sem hafa komið fram á opnum fundum sem hafa verið haldnir í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins undanfarinn mánuð.

Oddviti listans er Marzellíus Sveinbjörnsson, en hann hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknar undanfarin fjögur ár og varabæjarfulltrúi þar á undan. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir skipar annað sæti listans og Kristján Þór Kristjánsson það þriðja.

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA