Hlaut 108 atkvæði af 132 mögulegum

Ingimar Ingimarsson og fjölskylda.

Ingimar Ingimarsson er einn þeirra einstaklinga sem kemur nýr inn í sveitarstjórn Reykhólahrepps. Ingimar hlaut 108 atkvæði en 190 einstaklingar eru á kjörskrá í hreppnum og þar af kusu 132. Það má því segja að Ingimar hafi hlotið mjög góða kosningu. En hvað tekur við eftir kosningahelgina og hvernig er tilfinningin?

„Ég er afskaplega ánægður með það traust með sveitungar mínir bera til mín. Þá hefur einnig verið kosinn glæsilegur hópur með mér í sveitarstjórnina og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að vinna vel saman og gera gott samfélag enn betra,“ sagði Ingimar í samtali við BB. Jafnvel þó hann hafi töluverða reynslu af sveitarstjórnarmálum frá Hafnarfirði þá hefur hann ekki unnið á þessum vettvangi áður í Reykhólahreppi. „Næstu skref munu vera þau að við öll sem við vorum kosin munum hittast og ræða saman. Þá getum við séð hver sameiginleg áherslumál eru og farið að vinna að þeim.“

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA