Framtíðin mætt á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ opnaði föstudaginn 4. maí með pompi og prakt í Framsóknarhúsinu við Pollgötu. Margt var um manninn við opnunina en gestum og gangandi var boðið upp á grill og veitingar. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta var opnunin vel sótt, enda veðrið ekki að hrjá gestina inni.

„Þetta var svona svolítið eins og leikvöllur,“ sagði Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti listans, í samtali við blaðamann bb.is. „Hér mætti fullt af ungu fólki, ungum framsóknarmönnum, sem eiga eftir að vaxa og dafna. Við erum með margt ungt fólk í framboði, sem tekur svo auðvitað börnin sín með sér, svo það er hægt að segja að framtíðin hafi mætt á opnunina.“

Marzellíus segir að stefnuskrá listans hafi verið rædd fram og til baka af gestum og gangandi, en drög að stefnuskrá var formlega kynnt við opnunina. „Í kvöld er svo fundur tileinkaður ungu fólki frá 18 ára aldri, þar sem frambjóðendur fara sérstaklega yfir mennta-, íþrótta- og tómstundamál. Þorsteinn Másson kemur frá Arnarlaxi með smá erindi og svo verða umræður með fundargestum.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA