Frábært fólk sem er tilbúið til að leggja sitt á vogarskálarnar

Marzellíus Sveinbjörnsson.

BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Marzellíus Sveinbjörnsson er í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ og hans svar er á þessa leið:

„Fyrst og fremst, ég stend ekki einn. Með mér er frábært fólk sem er tilbúið til að leggja sitt á vogarskálarnar fyrir samfélagið. Vegna þess að ég hef staðið vörð um hagsmuni sem varða íbúa Ísafjarðarbæjar. Vegna þess að ég hef sýnt aðhald í minnihluta, verið ábyrgur og kosið með góðum málum, þvert á pólitískar línur, þegar svo hefur borið undir. Vegna þess að Framsókn er með góða og uppbyggilega stefnuskrá sem áhersla verður lögð á að nái fram að ganga.“

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA