Formlegar viðræður hafnar á milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna

Framsóknarfélagið í Ísafjarðarbæ ætlar að hittast kl. 17 í dag.

Formlegar viðræður eru hafnar á milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna hjá Ísafjarðarbæ en fundur verður haldinn seinnipartinn í dag. Í samtali við Marzellíus Sveinbjörnsson, oddvita flokksins, kemur fram að þeir hafi boðað til fundarins við Sjálfstæðismenn með því skilyrði að auglýst verði eftir bæjarstjóra. „Það er loforð Framsóknar í kosningabaráttunni og það stöndum við að sjálfsögðu við. Í dag áætlum við að fara gróft í málin og sjá hvert þetta leiðir okkur. Það eru svona fyrstu skref og svo förum við nánar í þetta allt ef vel gengur.“

Marzellíus segir að það sé styttra á milli mála hjá Framsókn og Sjálfstæðismönnum heldur en Í-listans og því hafi þeir valið að fara þessa leið fyrst. „Þetta hefur tekið þennan tíma því við viljum vanda til verka. Svo verðum við bara að sjá til hvert þetta leiðir okkur.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA