Einn listi skilaði inn framboði til sveitarstjórnarkosninga í Súðavíkurhreppi

Einn listi, Hreppslistinn, skilaði inn framboði til sveitarstjórnarkosninga í Súðavíkurhreppi, en framboðsfrestur rann út kl. 12 á laugardag. Hreppslistinn bauð einnig fram í síðustu kosningum og fékk þá þrjá menn kjörna, af fimm manna sveitarstjórn Súðavíkurhrepps.

Þar sem einungis einn listi skilaði inn framboði, var framboðsfresti framlengt um tvo sólarhringa, eða til kl. 12 á mánudag, eins og lög gera ráð fyrir.

Hreppslistann skipa að þessu sinni eftirtaldir fulltrúar;

  1. Steinn Ingi Kjartansson, núverandi oddviti
  2. Guðbjörg Bergmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  3. Samúel Kristjánsson, sjómaður
  4. Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður
  5. Elín Birna Gylfadóttir, kvikmyndagerðarkona
  6. Guðmundur Birgir Ragnsson, húsvörður
  7. Ragnheiður Baldursdóttir, fyrrverandi umdæmisstjóri
  8. Ásgeir Hólm Agnarsson, gæðastjóri
  9. Yordan Slavov Yordanov, stöðvarstjóri
  10. Stella Guðmundsdóttir, ferðaþjónustufrömuður

Steinn Ingi Kjartansson og Guðbjörg Bergmundsdóttir sitja í sveitarstjórn í dag. Fimm einstaklingar sem sitja á framlögðum lista, sátu einnig á lista Hreppslistans fyrir síðustu kosningar.

Oddvitaefni Hreppslistans er Steinn Ingi Kjartansson, sem einnig er núverandi oddviti sveitarfélagsins.

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA