80,9% kjörsókn í Kaldrananeshreppi

Bjarnarfjörður á Ströndum.

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Kaldrananeshreppi á Ströndum lágu fyrir um klukkan 21:00 á kosningakvöldi. Íbúar hreppsins voru 109 þann 1. janúar 2018 og þar af 81 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 67 talsins og féllu þau þannig að Finnur Ólafsson fékk 61 atkvæði eða 92,42%, Ingólfur Árni Haraldsson 54 atkvæði eða 81,82%, Eva Katrín Reynisdóttir 25 atkvæði eða 37,88%, Margrét Ólöf Bjarnadóttir 25 atkvæði eða 37,88% og Arnlín Þuríður Óladóttir 23 atkvæði eða 34,85%.

Fyrir voru í sveitarstjórn Finnur Ólafsson viðskiptalögfræðingur, Jenný Jensdóttir, oddviti, Magnús Ásbjörnsson, sjómaður, Ingólfur Árni Haraldsson, sjómaður, og Guðbrandur Sverrisson, bóndi. Varamenn voru Arnlín Óladóttir, skógfræðingur, Halldór L. Friðgeirsson, sjómaður, Birna Hjaltadóttir, kennari, Margrét Bjarnadóttir, verkamaður og Hilmar Hermannsson, sjómaður.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA