Sjálfstæðismenn og óháðir birta framboðslista í Vesturbyggð

Efstu menn á lista sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð.

Nú er komið lag á sameiginlegan framboðslista Sjálfstæðismanna og óháðra í sveitarfélaginu Vesturbyggð. Bæjarstjóraefni listans fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí, er Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Ásthildur hefur gegnt embætti bæjarstjóra í Vesturbyggð frá árinu 2010.

Aðrir á lista eru sem hér segir:
Friðbjörg Matthíasdóttir, viðskiptafræðingur á Bíldudal
Ásgeir Sveinsson, bóndi á Patreksfirði
Magnús Jónsson, skipstjóri á Patreksfirði
Guðrún Eggertsdóttir, fjármálastjóri á Patreksfirði
Gísli Ægir Ágústsson, kaupmaður á Bíldudal
Halldór Traustason, málari á Patreksfirði
Esther Gunnarsdóttir, rafvirki á Patreksfirði
Nanna Áslaug Jónsdóttir, bóndi á Barðaströnd
Valdimar Bernódus Ottóson, svæðisstjóri á Bíldudal
Mateusz Kozuch, fiskvinnslutæknir á Patreksfirði
Petrína Helgadóttir, þjónustufulltrúi á Patreksfirði
Ragna Jenný Friðriksdóttir, kennari á Bíldudal
Jónas Heiðar Birgisson, viðskiptafræðingur á Patreksfirði
Zane Kauzena, OPC/fóðrari á Bíldudal

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA