Nýr kosningastjóri ráðin hjá Sjálfstæðisflokknum í Ísafjarðarbæ

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir.

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir hefur verið ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem fram fara þann 26.maí.

Jóhanna er með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og diplómu í hagnýtri íslensku frá Háskóla Íslands. Jóhanna er að ljúka fæðingarorlofi en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Vestra hússins á Ísafirði og Ísfangs ehf.

Jóhanna er gift Gunnari Þórissyni, vélfræðingi, og eiga þau fjögur börn.

 

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA