Í-listinn opnar kosningaskrifstofu

Efstu menn á lista Í-listans.

Á morgun, 1. maí, mun Í-listinn opna kosningaskrifstofu sína á Mjallargötu 1 eða þar sem Húsasmiðjan var áður staðsett. Viðburðurinn hefst kl. 17:00 og stendur í um tvo tíma. Frambjóðendur verða á staðnum, boðið verður upp á veitingar og allir eru ávallt velkomnir, eins og segir í auglýsingunni. Bæjarstjóraefni Í-listans er sitjandi bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson og annað fólk á lista eru: Arna Lára Jónsdóttir í fyrsta sætinu, Aron Guðmundsson í öðru og Nanný Arna Guðmundsdóttir í þriðja sæti.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA