Callas perlur og Strauss rómantík í Hömrum

Hrund Ósk.

Sunnudaginn 29. apríl mun sópransöngkonan Hrund Ósk flytja þekktustu aríur Mariu Callas í Hömrum á Ísafirði. Kristinn Örn spilar undir hjá Hrund Ósk og þau munu einnig flytja sérvalin ljóð eftir Strauss, sem falla vel að lífi og anda Mariu Callas. Árið 2017 voru 40 ár liðin frá andláti Callas og þess vegna þótti Hrund Ósk vel við hæfi að heiðra minningu hennar með tónleikaröð af þessu tagi. Tónleikarnir hefjast kl. 18.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA