Opnað fyrir rækjuveiðar í Djúpinu

Eftir rannsókn Hafrannsóknastofnunar á ástandi rækjustofnsins í Ísafjarðardjúpi hefur stofnunin lagt til við sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á 322 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Rannsóknin var gerð í febrúar í samvinnu við útgerðir við Djúp.

Veiðistofnsvísitalan mældist hærri en í rannsókn Hafrannsóknastofnunar í haust þegar stofnunin lagði til að veiðar yrðu ekki heimilaðar.

Síðasta vetur var rækjuaflinn í Djúpinu 491 tonn.

DEILA