Kvennakórar taka höndum saman

Kvennakór Ísafjarðar hefur verið á faraldsfæti um helgina og haldið tónleika á Hólmavík og Akranesi. Kórinn hélt tónleika við góðan róm, ásamt Kvennakórnum Norðurljós á Hólmavík og Kvennakórnum Ymi á Akranesi. Dagskráin var tileinkuð vestfirskum tónskáldum og er létt og skemmtileg. Ísfirðingar og nágrannar munu einnig fá tækifæri til að hlýða á ljúfa tóna Kvennakórsins á Ísafirði, en tónleikar munu verða haldnir á Ísafirði í vor.

-Margrét Lilja Vilmundardóttir

margretliljavilmundardottir@gmail.com

DEILA