Hangikjétsveisla Björgunarsveitarinnar Ernis

Björgunarsveitin Ernir stendur fyrir hangikjétsveislu í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 17. mars næstkomandi. Veislan er nú haldin í annað sinn og er til fjáröflunar fyrir björgunarsveitina og er því kjörið tækifæri fyrir velunnara björgunarsveitarinnar að mæta á viðburðinn og njóta ljúffengra veitinga og eiga góða kvöldstund saman. Veislustjóri verður Ómar Örn Sigmundsson og boðið verður upp á hangikjét, grænar baunir, rauðkál og jafning, ís, ávexti og rjóma og kaffi í eftirrétt. Auk þess verða skemmtiatriði og happdrætti með glæsilegum vinningum úr heimabyggð. Þá mun Hjörtur Traustason mæta með gítarinn og spila fyrir gesti fram eftir nóttu og má því búast við hörkufjöri sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi kemst í hangikjétsveisluna en aðeins 120 miðar eru í boði, það er því um að gera að tryggja sér miða strax og missa ekki af herlegheitunum. Miðapantanir eru í síma 861 2480 (Sigurjón Sveinsson).
Nánari upplýsingar um hangikjétsveislu Björgunarsveitarinnar Ernis:
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Miðaverð kr. 4.500
Hæppdrættismiði kr. 1.000
Hjörtur Trausta spilar fram eftir nóttu
Miðaverð eftir kl. 23:00 er kr. 2.000
18 ára aldurstakmark

-Baldur Smári

DEILA