Fastur liður að halda heiðurstónleika

Í kvöld og fimmtudag verða haldnir heiðurstónleikar í Edinborgarsal, þar sem Janis Joplin og Joe Cocker eru í aðalhlutverki. Undanfarin ár hafa Gummi Hjalta, Stebbi Jóns og félagar haldið heiðurstónleika við góðar undirtektir. „Það má segja sem svo að nú hafi tvö dúó sameinast,“ segir Gummi og á þar við þá Gumma og Stebba annars vegar og Halla og Þórunni hins vegar. „Við ákváðum að taka höndum saman og halda í hefðina, þetta er bara svo skemmtilegt. Við höfum gaman að tónlist og viljum gefa öðrum tækifæri til að njóta í leiðinni.“

Miðasala er á Tix.is

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA