Kólnandi veður

Norðanáttin gengur niður í dag og það kólnar, segir í veðurpistli dagsins frá Veðurstofu Íslands. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi en él norðaustanlands fram eftir degi og á Suðausturlandi í kvöld. Hiti eitt til fimm stig, en minnkandi frost fyrir norðan.

Veðurstofan gerir ráð fyrir heldur vaxandi suðaustanátt á morgun með slyddu eða snjókomu, en rigningu sunnanlands síðdegis. Þá verði úrkomulítið norðanlands og þar dragi úr frosti.

Um helgarveðrið segir Veðurstofan að útlit sé fyrir fremur hægan vind á landinu og él á víð og dreif. Heldur kólnandi veður.

DEILA