167 milljóna króna lántaka vegna lífeyrisskuldbindinga

Vesturbyggð þarf að taka 167 milljóna króna lán vegna uppgjörs við Brú – lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Uppgjörið verður fjármagna með láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Brú – lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, er lífeyrissjóður fyrir fólk sem starfar hjá sveitarfélögunum. Hann hét áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga en skipt var um heiti sjóðsins í júní 2016.

Sjóðurinn er ekki sjálfbær og glímir við uppsafnaðan vanda og þurfa sveitarfélögin í landinu að greiða 40 milljarða króna til sjóðsins til að rétta hann af og hlutur Vesturbyggðar er eins og áður segir 167 milljónir króna.

Langtímaávöxtun sjóðsins hefur ekki náð 3,5% viðmiði og halli A deildar sjóðsins er yfir þeim vikmörkum sem fram koma í lífeyrissjóðslögum og því þarf að grípa til þessara aðgerða.

DEILA