Skráningar hafnar

Þátttakendur á síðustu körfuboltabúðum. Mynd: Ágúst Atlason.

Skráningar hafnar

Skráning er nú hafin í tíundu Körfuboltabúðir Vestra sem fram fara dagana 5.-10. júní 2018. Allar helstu upplýsingar um búðirnar má nálgast á heimasíðu búðanna  Í fyrra var fullt í Körfuboltabúðirnar og því er um að gera að tryggja áhugasömum körfuboltakrökkum sæti í búðunum sem fyrst.

Körfuboltabúðir Vestra (áður KFÍ) verða eins og áður segir haldnar í tíunda sinn í vor. Búðirnar þyka með allra metnaðarfyllstu körfuboltabúðum á landinu og hlutu þær hvatningarverðlaun UMFÍ á sambandsþingi í haust

Skráning fer fram á heimasíðu Körfuboltabúðanna eða með því að smella hér.

DEILA