Þann 6. desember verða haldnir styrktartónleikar fyrir Helga Guðstein sem er aðeins 7 ára gamall en berst nú við hvítblæði. Hann greindist í apríl með bráða eitilfrumuhvítblæði og þá hófst 130 vikna ströng lyfjameðferð. Foreldrar Helga og systkini hafa nú flust búferlum frá Akureyri og suður enda þarf Helgi að mæta annan hvern dag í blóðprufur og tvisvar í mánuði er lyfjakúr. Fjölskyldan má ekki búa lengra en í 45 mínútna fjarlægð frá Barnaspítala Hringsins.

Nú eru tæpar 100 vikur eftir af meðferðinni og vinir fjölskyldunnar vilja létta undir með þeim fjárhagslega og eru tónleikarnir haldnir í Skjaldborg á Patreksfirði enda er móðir Helga Guðsteins Patreksfirðingur í marga ættliði. Í tilkynningu þeirra kemur fram að landslið tónlistarmanna á sunnanverðum Vestfjörðum muna koma fram á tónleikunum en kynnir verður Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.

Fyrir þá sem vilja leggja fjölskyldunni lið má leggja inn á reikning 0153-05-060278, knt. 111154-6199

bryndis@bb.is

DEILA