Styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki.

Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaþróun.  Við mat á umsóknum verður fyrst og fremst litið til tengsla við byggðaþróun, nýnæmi verkefnis og hvort til staðar séu möguleikar á hagnýtingu þess.

Þetta er í fjórða skipti sem Byggðastofnun veitir styrki til meistaranema og hafa tvö verkefni hér að vestan hlotið styrk.

Annars vegar verkefnið „Hagkvæmni nýtingar sjávarhita á norðurslóðum: raundæmi Önundarfjörður“. Styrkþegi var Majid Eskafi nemandi hjá Háskólasetri Vestfjarða. Og hins vegar verkefnið „Eldri íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum: Athafnir, þátttaka og viðhorf til þjónustu. Styrkþegi var Margrét Brynjólfsdóttir nemandi  Háskólans á Akureyri.

Hér má nálgast upplýsingar um styrkina.

bryndis@bb.is

DEILA