Enn og aftur kosningar ofan í Sviðaveisluna

Kiwanisklúbburinn Básar er heldur óhress með íslensk stjórnvöld sem endurtekið spilla þeirra árlegu sviðaveislu með kosningum og hvetur klúbburinn fólk til að velja rétt. Í tilkynningu frá klúbbnum segir:

„Annað árið í röð hafa íslensk stjórnvöld ruðst með miklu yfirgangi inn á okkar yndislega sviðaveisludag. Kiwanisklúbburinn Básar væntir þess að í framtíðinni muni stjórnvöld gæta sín betur og velja aðra dagasetningu fyrir sínar uppákomur en þennan allraheilaga dag. Við Básfélagar munum samt ekki láta svona yfirgang slá okkur út af laginu og höldum ótrauðir áfram. Veljum rétt! Veljum svið! Lifið heil.“

Klúbburinn mun því ekki bakka með sinn sviðaveisludag og kl. 19:00 á kjördag, 28. október, hefst veislan, refjalaust.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sviðaveislu kjördagsins 2016

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA