Í síðustu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu fengu tveir ungir leikmenn tækifæri til að spreyta sig með meistaraflokki Vestra. Þetta eru Guðmundur Arnar Svavarsson og Ívar Breki Helgason, báðir fæddir árið 2002 og eru því rétt staðnir upp úr strigaskónum. Ívar Breki var 15 ára og 265 daga gamall þegar leikurinn fór fram og Guðmundur Arnar 14 ára og 329 daga gamall.
Drengirnir stóðu sig vel og munu væntanlega og vonandi festa sig í sessi sem reglulegir leikmenn meistaraflokks í framtíðinni. Það er ekki algengt að svo ungir leikmenn fái tækifæri í knattspyrnunni, enda mikil líkamleg átök í þessum leikjum. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar, og allir þeirra liðsfélagar í 3. flokki Vestra, þroskast í náinni framtíð í þeirri von að Vestri geti stillt upp fleiri heimamönnum í liði sínu.
Á myndinni má sjá þá félaga í svokallaðri Hæfileikamótun KSÍ, en þangað eru valdir leikmenn sem líklegir þykja til framtíðarverka í yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu.
smari@bb.is